8.4 C
Selfoss

Yfir 160 manns mættu í útgáfuhóf í Gunnarsholti

Vinsælast

Það var mikið um dýrðir í Sagnagarði í Gunnarsholti á Rangárvöllum í síðustu viku þegar yfir 160 manns lögðu leið sína í útgáfuhóf bókarinnar Saga Gunnarsholts á Rangárvöllum. 

Sveinn Runólfsson, höfundur bókarinnar, bjó í Gunnarsholti í hartnær sjö áratugi, þar af í 44 ár sem landgræðslustjóri. Í bókinni, sem er myndskreytt í bak og fyrir, rekur hann merka sögu jarðarinnar sem hann gjörþekkir.

„Aðeins er rúm öld liðin síðan foksandur herjarði með skelfilegum afleiðingum hérlendis. Árin undir lok nítjándu aldar voru afar erfið um land allt. Á Rangárvöllum geysuðu sandstormar, torfþök rifnuðu af lágreistum bæjum og Reyðarvatn fylltist af sandi.

Eftir kuldatíð og gegndarlausan ágang soltinnar þjóðar og sauðfjár var aðeins fjórðungur landsins vaxinn gróðri-skógur einungis eftir á einu prósenti landsins. Ísland var í tötrum.

Við frumstæðar aðstæður hófu Íslendingar gagnsókn með því að girða og friða sandfokssvæði fyrir búfjárbeit, hlaða sandvarnargarða og slá melgresi. Í Gunnarsholti á Rangárvöllum tókst með tímanum – á landi sem áður var sandauðn – að koma á laggirnar langstærsta búi sem starfrækt hefur verið á Íslandi.“

Saga Gunnarsholts á Rangárvöllum er fáanleg í Bókakaffinu á Selfossi, Bókakaffinu í Ármúla 42, í öllum 16 verslunum Pennans Eymundsson og hjá Forlaginu.

Feðgarnir Sveinn Runólfsson og Sæmundur Sveinsson. Ljósmynd: Ágústa Helgadóttir.
Feðgarnir Sveinn Runólfsson og Sæmundur Sveinsson. Ljósmynd: Ágústa Helgadóttir.
Sveinn Runólfsson les upp úr bókinni. Ljósmynd: Ágústa Helgadóttir.
Sveinn Runólfsson les upp úr bókinni. Ljósmynd: Ágústa Helgadóttir.
Útgáfuhófið var vel sótt af fyrrum starfsfólki Landgræðslunnar. Halldóra Sigmundsdóttir var ráðskona í Gunnarsholti í yfir 20 ár og Stefán Skaftason úr Aðaldal starfaði sem héraðsfulltrúi á Norðausturlandi.. Ljósmynd: Ágústa Helgadóttir.
Útgáfuhófið var vel sótt af fyrrum starfsfólki Landgræðslunnar. Halldóra Sigmundsdóttir var ráðskona í Gunnarsholti í yfir 20 ár og Stefán Skaftason úr Aðaldal starfaði sem héraðsfulltrúi á Norðausturlandi.. Ljósmynd: Ágústa Helgadóttir.

Nýjar fréttir