2.8 C
Selfoss

Gunnar Nelson heimsótti Berserki BJJ

Vinsælast

Berserkir BJJ fögnuðu 1 árs afmæli síðastliðinn laugardag. Berserkir BJJ er brazilian jiu jitsu klúbbur staðsettur á Selfossi og hefur á þessum stutta tíma orðið að vinsælum stað fyrir BJJ iðkendur á Suðurlandi.

Í tilefni afmælisins buðu Berserkir BJJ til sín tveimur af þekktustu nöfnum Íslands í íþróttinni, Gunnari Nelson, UFC bardagakappa og Halldóri Loga, þjálfara í Mjölni og einum besta keppanda Íslands í brazilian jiu jitsu.

Þeir Gunnar og Halldór sýndu iðkendum tækni og að því loknu fengu þátttakendur tækifæri til að glíma við við þá.

Nýjar fréttir