1.7 C
Selfoss

Kjördeildir í Árborg | Forsetakosningar 2024

Vinsælast

Laugardaginn 1. júní verður kjörfundur vegna forsetakosninga í Sveitarfélaginu Árborg. Kjörfundur hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 22:00.

Kosið er á þremur kjörstöðum, BES – Grunnskólinn á Stokkseyri, Samkomuhúsið Staður,

Eyrarbakki og Vallaskóla, Selfossi.

Við vekjum athygli á þeim sjö kjördeildum sem verða í sveitarfélaginu þar sem skipt er íkjördeildir eftir búsetu kjósenda.

Kjördeildir 1 – 5 eru staðsettar í Vallaskóla, Sólvöllum 2

• Kjördeild 1 er fyrir kjósendur við götur á Selfossi með götuheitum sem byrja á bókstöfunum A – Á og V – Þ. Einnig fyrir Íslendinga búsetta erlendis.
• Kjördeild 2 er fyrir kjósendur við götur á Selfossi með götuheitum sem byrja á bókstöfunum B – E, kjósendur við Fossveg og Háengi og kjósendur í húsum sem ekki hafagötuheiti á Selfossi.
• Kjördeild 3 er fyrir kjósendur við götur á Selfossi með götuheitum sem byrja á bókstöfunum F – J, en þó ekki kjósendur við Fossveg og Háengi.
• Kjördeild 4 er fyrir kjósendur við götur á Selfossi með götuheitum sem byrja á bókstöfunum K – R.
• Kjördeild 5 er fyrir kjósendur við götur á Selfossi með götuheitum sem byrja á bókstöfunum S – Ú og kjósendur sem eru með ótilgreint lögheimili í Sveitarfélaginu Árborg.

Kjördeild 6 er staðsett í BES – Grunnskólanum á Stokkseyri, Stjörnusteinum 2, Stokkseyri

• Kjördeild 6 er fyrir kjósendur búsetta á Stokkseyri, í dreifbýli við Stokkseyri og kjósendurbúsetta í póstnúmeri 801 utan Tjarnarbyggðar.

Kjördeild 7 er staðsett á Samkomuhúsinu Stað, Búðarstíg 7, Eyrarbakka

• Kjördeild 7 er fyrir kjósendur búsetta á Eyrarbakka, kjósendur í dreifbýli við Eyrarbakka ogkjósendur búsetta í Tjarnarbyggð.

Nýjar fréttir