10.6 C
Selfoss

Lið Flóaskóla sigraði í Skólahreysti

Vinsælast

Úrslitakeppni Skólahreystis fór fram í Laugardalshöll sl. laugardag, þar sem Flóaskóli og Laugalækjarskóli luku keppni með jafn mörg stig, 57,5 af 72 mögulegum.

Þegar svo ber við ræður gengi skólanna í keppnisgreinunum fimm úrslitum og var Flóaskóli stigahærri í þremur keppnisgreinum af fimm og stóð því uppi sem sigurvegari, en Flóaskóli vann keppnina síðast árið 2022. Í þriðja sæti varð svo Laugalandsskóli með 49 stig.

Lið Flóaskóla skipa þau Helgi Reynisson,  Ásrún Hansdóttir, Karólína Þórbergsdóttir og Davíð Örn Atiken Sævarsson. Helgi Reynisson úr Flóaskóla bar sigur úr býtum í upphífingum, 52 talsins.

Bronslið Laugalandsskóla skipa Vikar Reyr Víðisson, Esja Sigríður Nönnudóttir, Helga Fjóla Erlendsdóttir og Steindór Orri Þórbergsson.

Aðrir skólar sem kepptu í úrslitum í ár voru Grunnskólinn á Hellu, Holtaskóli, Grunnskóli Húnaþings vestra, Langholtsskóli, Þelamerkurskóli, Grunnskólinn austan Vatna, Varmhahlíðarskóli, Hraunvallaskóli og Hagaskóli.

Lið Laugalandsskóla. Ljósmynd: Brjánn Baldursson.

Nýjar fréttir