2.3 C
Selfoss

Ávaxtakarfan hjá Leikfélagi Hveragerðis

Vinsælast

Næsta verkefni Leikfélags Hveragerðis er hin sívinsæla Ávaxtakarfa, eitt vinsælasta íslenska barnaleikrit sem samið hefur verið. Höfundur er Kristlaug María Sigurðardóttir og höfundur tónlistar er Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson.

Leikstjóri verður Gunnar Gunnsteinsson sem leikstýrði Benedikt Búálfi 2022, með miklum glæsibrag, söng- og raddþjálfun verður í höndum Andreu Gylfadóttur söng- og leikkonu. Fyrsti hittingur/samlestur verður fimmtudaginn 23. maí kl. 19, annar föstudaginn 24. maí kl. 19 og svo verða áheyrnarprufur laugardaginn 25. maí milli kl.11 -15. Framhaldið verður svo kynnt nánar þá, en stefnt er á frumsýningu í lok september.

Frá sýningu Leikfélags Hveragerðis á Litlu Hryllingsbúðinni. Ljósmynd: Aðsend.

Leikfélagið hvetur öll, 16 ára og eldri, sem langar að taka þátt í uppfærslunni til að mæta í Leikhúsið að Austurmörk 23, sömuleiðis þau sem ætla ekki endilega að leika en vilja vera með í skemmtilegum hópi. Til að koma leiksýningu á svið þá þarf, auk leikaranna, fólk sem hefur áhuga á  t.d. leikmyndasmíði, leikmuna- og búningagerð og ýmisskonar tæknivinnu.

Leikfélag Hveragerðis

Nýjar fréttir