2.8 C
Selfoss

Rannsaka alvarlegt ofbeldisbrot í uppsveitum Árnessýslu

Vinsælast

Lögreglan á Suðurlandi er með til rannsóknar meinta frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti. Þrír karlmenn og ein kona hafa sætt gæsluvarðhaldi vegna málsins. Gæsluvarðhaldið var nú síðastliðinn föstudag framlengt til 24. maí næstkomandi og er á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Málið kom upp í lok apríl og er sá er misgjört var við erlendur ríkisborgari sem hefur verið hér á landi í langan tíma. Allir grunaðir í málinu eru Íslendingar.

Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins og hefur notið aðstoðar lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu, embættis Ríkislögreglustjóra og embættis Héraðssaksóknara.

Rannsókn málsins er enn í fullum gangi og er lögreglu því ekki unnt að veita frekari upplýsingar um málið.

Nýjar fréttir