4.7 C
Selfoss

Blómstrandi list í Hveragerði

Vinsælast

Heimilisfólk Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Áss í Hveragerði stendur fyrir myndlistarsýningu sem verður haldin miðvikudaginn 8. maí kl. 13:30 í bókasafninu í Hveragerði.

Í húsnæði iðju- og félagsstarfs í Ásbyrgi er lítil notaleg listarsmiðja sem var tekin í notkun haustið 2023. Síðan þá hefur listin blómstrað og ótal margar fallegar myndir litið dagsins ljós.

Eygló Antonsdóttir tómstunda- og félagsmálafræðingurfræðingur, myndlistarmaður og starfsmaður í iðju- og félagsstarfi á Ási hefur haldið utan um listasmiðjuna og á heiðurinn að hugmyndinni og skipulagningu sýningarinnar.

Við undirbúning á sýningunni kom í ljós að í Ási er einnig skapandi starfsfólk og því var tilvalið að halda samsýningu.

Heimilisfólki þótti tækifærið kjörið til að minnka sóun og endurnýtir því ramma sem setur skemmtilegan brag á sýninguna.

Nýjar fréttir