1.7 C
Selfoss

Hátt í 80 keppendur á borðtennismóti HSK

Vinsælast

HSK-mótið í borðtennis var haldið þann 25. apríl sl. í Íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli, en mótið hefur verið haldið nær árlega frá árinu 1975. Alls tóku 77 keppendur frá fjórum félögum þátt og var hörkukeppni í öllum flokkum. Í tilkynningu frá HSK segir að keppendur hafi staðið sig einstaklega vel og að mótið hafi heppnast vel í alla staði.

Keppt var um HSK meistaratitil í 12 flokkum. Garpur vann stigakeppni félaga með 96,5 stig og fjóra HSK titla. Þetta er í annað sinn í sögu keppninnar sem Garpur vinnur, en félagið vann einnig árið 2002. Dímon, sem hefur unnið stigakeppni mótsins í 20 skipti í röð frá árinu 2003, varð í öðru sæti með 74,5 stig og fjóra HSK titla, Selfyssingar urðu í þriðja með 50 stig og fjóra HSK titla og Gnúpverjar fengu 6 stig.

Nýjar fréttir