0 C
Selfoss

Velunnarar gefa til HSU

Vinsælast

Nýverið gaf Kvenfélag Grímsneshrepps stofnuninni á Selfossi tvær rafstillanlegar göngugrindur sem nýttar verða á deildunum þar þeirra er þörf hverju sinni. Heildarandvirði göngugrindanna er 759.810 krónur. Mikil vöntun hefur verið á svona búnaði og því kemur þetta sér einstaklega vel. 

Kvenfélagskonurnar í Grímsnesi létu ekki þar við sitja heldur gáfu 100.000 krónur til Foss- og Ljósheima í tilefni 40 ára afmælis deildanna sem haldið var upp á fyrir stuttu.

Í tilefni 40 ára afmælis hjúkrunardeildanna fengu deildirnar fleiri höfðinglegar gjafir. Oddfellowstúkan Þóra gaf 1.000.000 króna sem nýttar verða í kaup á lyfjadælumog Lions í Skeiða- og Gnúpverjahreppi gaf baðstól að verðmæti 1.100.000 krónur.

Það er ómetanlegt að finna þann hlýhug sem svona gjöfum fylgir og aldrei hægt að fullþakka. HSU þakkar innilega fyrir gjafirnar og óskar þessum félagasamtökum velfarnaðar um ókomna tíð.

HSU

Nýjar fréttir