7.8 C
Selfoss

Ný stjórn Nemendafélags FSu

Vinsælast

Mikilvægi félagsstarfs í framhaldsskólum má aldrei vanmeta þó engar einkunnir séu gefnar fyrir það. Drifkrafturinn í félagsstarfi byggir á áhuga og elju sem gefur af sér reynslu og þroska. Það er nefnilega viðurkennt að það sem gerist utan skólastofunnar og utan hefðbundins skólatíma skiptir miklu máli í menntun og þroska framhaldsskólanema.

Stjórn nemendafélags FSu er kosin á hverju skólaári og þar bjóða sig fram heiðursnemendur sem sjá og skynja skólastarf í víðara ljósi en beinan lærdóm samkvæmt námskrá. Miðvikudaginn 3. apríl tók ný stjórn nemendafélags FSu við af fráfarandi stjórn NFSu og formannsskipti urðu. Að því tilefni voru teknar ljósmyndir og byggir þessi frétt á því að segja frá og sýna þá kraftmiklu nemendur sem hafa haldið utan um félagslíf nemenda skólans á þessu skólaári og munu gera á því næsta.

Frá hægri í efri röð sjáum við fyrst Dag Fannar sem verður formaður íþróttanefndar. Þá kemur Sigurður Ernir formaður skemmtinefndar, Skarphéðinn Steinn, formaður Sælunnar sem er ný staða hjá NFSu og sér hann um alla myndbandsgerð, tónlist og tengiliður við leikfélag skólans. Í neðri röð frá hægri má sjá Guðjón Óla sem verður markaðs- og kynningarfulltrúi, Hönnu Dóru sem var kosinn varaformaður og Dýrleifu Nönnu sem verður formaður NFSu á næsta skólaári. Þá má sjá Daníel Smára sem verður samskiptafulltrúi og gjaldkerann Kára Leó. Á myndina vantar Heimi Örn sem var valinn formaður rit- og málfundanefndar.

FSu/jöz

Nýjar fréttir