7.8 C
Selfoss

Vonbrigði eftir oddahrinu

Vinsælast

KA tryggði sér odda­leik í Hvera­gerði með því að leggja Ham­ar að velli, 3:2, í öðrum leik liðanna í undanúr­slit­um Íslands­móts karla í blaki á Ak­ur­eyri í gærkveldi.
Tvo sigra þarf til þess að tryggja sér sæti í úr­slit­um.
Hamar þarf því að vinna KA á heimavelli næstkomandi föstudagskvöld til að tryggja sér sæti í úrslitum. Viður­eign­in í gærkvöld var æsispenn­andi og þurfti oddahrinu til að inýja fram úrslit.
KA vann fyrstu hrinu naum­lega, 25:23. Ham­ar svaraði í sömu mynt og vann aðra hrinu 23:25.
Þriðju hrinu vann Ham­ar 19-25 og komst í 1:2.
Í fjórðu hrinu unnu KA menn svo  25:20 og oddahrina upp í 15 því nauðsynleg til að knýja fram úrslit. Hún reynd­ist hnífjöfn og þar sem vinna þarf hrinuna með tveimur stigum þurfti upphækkun eftir upphækkun áður en KA tókst loks að klára hana 22:20 og leik­inn þar með 3-2.
Stiga­hæst­ir í liði KA voru Migu­el Mateo Castrillo með 25 stig og Óscar Fer­nández Cel­is með 21 stig. Hjá Hamri var Tomek Leik stiga­hæst­ur með 21 stig, Rafal Berwald með 17 og Haf­steinn Valdi­mars­son með 15 stig­.

Nýjar fréttir