10.6 C
Selfoss

Sr. Óskar skipaður prófastur

Vinsælast

Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson, sóknarprestur í Hrunaprestakalli hefur verið skipaður prófastur í Suðurprófastsdæmi frá 1. nóvember næstkomandi.

Sr. Halldóra Þorvarðardóttir, sóknarprestur í Fellsmúlaprestakalli hefur gegnt prófastsstörfum síðan 1. september árið 2003, þegar hún var skipuð prófastur í Rangárvallaprófastsdæmi og síðar Suðurprófastsdæmi.

Sr. Óskar er fæddur þann 24. mars árið 1973. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum aðLaugarvatni árið 1993 og cand. theol. frá Haskóla Íslands árið 1999 og sótti síðan nám í uppeldis- og kennslufræði við sama skóla árin 1999-2001.

Hann var skipaður sóknarprestur í Ólafsvíkurprestakalli frá 1. febrúar árið 2000 og vígðist síðar sama mánuð. Hann sinnti aukaþjónustu í Ingjaldshólsprestakalli í september árið 2000, var svo skipaður prestur í Akureyrarprestskalli árið 2005 og þjónaði þar til ársins 2008, þá var hann skipaður prestur í Selfossprestakalli árið 2009 og sinnti því til ársins 2014, er hann var skipaður sóknarprestur í Hrunaprestakalli.

Sr. Óskar lauk MA-prófi í guðfræði frá guðfræðideild Háskóla Íslands í samstarfi við Háskólann á Akureyri vorið 2008. Þá hefur hann sinnt ýmsum félags- og trúnaðarstörfum, setið í stjórn Prestafélags Suðurlands og verið kjarmálafulltrúi Prestafélags Íslands eitt kjörtímabil.

Sr. Óskar situr í stjórn Skálholts og hefur setið í stjórn héraðsnefndar prófastsdæmisins síðastliðið ár og er í stjórn Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna. Eiginkona sr. Óskars er Elín Una Jónsdóttir, íslenskukennari við Menntaskólann að Laugarvatni og eiga þau þrjú börn, Helgu Margréti, sem fædd er árið 2001, Óskar Snorra, sem er fæddur árið 2004 og Elínbjörtu Eddu sem er fædd árið 2013.

Nýjar fréttir