3 C
Selfoss

Guðni Ágústsson miðborgarstjóri 75 ára

Vinsælast

Fyrrum alþingismaður og landbúnaðarráðherra Guðni Ágústsson fagnar 75 ára afmæli sínu í dag, 9. apríl. Guðni bauð í kaffisamsæti í tilefni afmælisins í morgun á Konungskaffi í miðbæ Selfoss þar sem Öldungaráðið svokallaða, sem Guðni tilheyrir, kom saman ásamt fleiri góðum gestum.

Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri í Árborg sagði Guðna hafa kallað hana Árborgarstjóra frá því að hún tók við bæjarstjóratitlinum og í kjölfarið hafi hún ákveðið að kalla hann miðborgarstjóra, verandi mikilvægur samfélagsþegn og íbúi í miðbænum. Fjóla afhenti Guðna að gjöf útskorinn skjöld með brjóstmynd af honum sjálfum, miðborgarstjóratitlinum, afmæliskveðju og þökkum fyrir óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins.

Skjöldurinn sem Guðni fékk að gjöf frá Fjólu bæjarstjóra.

Nýjar fréttir