5 C
Selfoss

Gróskan í Hveragerði

Vinsælast

Myndlistarfélag Árnessýslu var með sýningaropnun í Skyrgerðinni í Hveragerði síðastliðinn laugardag og var fjöldi fólks viðstatt opnunina. Sýningin er samsýning 16 listamanna í félaginu og yfir fjörutíu myndir eru á henni.

Sýningin ber heitið Gróskan og er heitið vísun í Hveragerði og náttúruna þar í kring. Málverkin á sýningunni endurspegla þessa grósku í bæjarfélaginu, en á fjölbreyttan hátt. Á meðan sumir listamannanna heillast af hverum, fossum, blómum eða annarri fallegri sýn sem náttúran býður upp á þá beina aðrir sjónum að horfnu húsi sem kallar fram minningar. Enn aðrir sýna okkur abstrakt verk þar sem hver gestur fær tækifæri til að tengja við það sem hugur þeirra kallar fram.

Gróskan er hluti af viðburðaröðinni Myndlist 40-4 sem styrkt er af Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Sýningin verður opin fram til 2. júní á opnunartíma Skyrgerðarinnar og því er upplagt að slá tvær flugur í einu höggi og kíkja á sýninguna og fá sér góðan mat á veitingastaðnum.

MFÁ

Nýjar fréttir