0 C
Selfoss

Glódís Rún Sigurðardóttir heiðruð knapi ársins 2023 hjá hestamannafélaginu Sleipni

Vinsælast

Glódís Rún Sigurðardóttir átti magnað ár þar sem hún lét mikið af sér kveða á keppnisvellinum. Hún byrjaði árið af krafti í Meistaradeild Líflands þar sem hún varð í 2. sæti í fimmgangi á Sölku frá Efri-Brú og 6.sæti í tölti á Drumb frá Víðivöllum Fremri, var afkastamikil á Íþróttamóti Sleipnis og Geysi en á Geysismótinu sigraði hún slaktaumatöltið og endaði önnur í fjórgangi hjá Sleipni á Breka frá Austurási. Hún landaði Reykjavíkurmeistaratitli í fimmgangi á Sölku frá Efri-Brú og var jafnframt þar í úrslitum í fjórgangi og slaktaumatölti. Varð íslandsmeistari í fimmgangi ungmenna á Sölku frá Efri-Brú.

Toppurinn á árangsríku ári var heimsmeistaratitilinn í fimmgangi ungmenna á Sölku frá Efri-Brú. í forkeppni hlaut hún 7,40 sem jafnframt varð 2 hæðsta einkunn allra keppenda í fimmgangi á mótinu, hún sigraði úrslitin með glæsibrag og af miklu öryggi með einkunina 7,21.

Glódís byrjar árið 2024 af miklum sprengikrafti í Meistardeild Líflands sem er ein sterkasta deild sem keppt er í á Íslandi, en þar stendur hún efst stiga í einstaklingskeppninni eftir 4 fyrstu greinarnar.

Hún hefur nú þegar verið heiðruð Íþróttakona Árborgar og Ölfuss fyrir árangur sinn árið 2023 og erum við virkilega stolt af því að hún hafi hlotið þær viðurkenningar.

Nýjar fréttir