7.8 C
Selfoss

Buðu uppá fund með Páli Einarssyni jarðeðlisfræðing

Vinsælast

Þann 11. mars síðastliðinn bauð Lionsklúbbur Hveragerðis uppá spennandi fund á Hótel Örk með Páli Einarssyni jarðeðlisfræðing og fyrrverandi prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands.

Páll hélt erindi um stöðuna á Suðurlandi með áherslu á Hveragerði og nærumhverfi og velti fyrir sér spurningum eins og:

Hver er almenn þróun á Íslandi í jarðfræði? Eigum við áfram von á sömu umbrotum og við höfum orðið vitni að síðustu 4 árin? Hver er staðan í nærumhverfi Hveragerðis? Eru líkur á eldsumbrotum nálægt Henglinum og hvert væri líklegt að hraunrennslið myndi stefna? Þarf að endurskoða náttúruvarnir fyrir Hveragerði og Suðurland í heild sinni? Hvað með Kötlu og Heklu og nálægar eldstöðvar? Hvað með tryggt rafmagn og heitt og kalt vatn?

Mættu á milli 40 og 50 manns á fundinn. Mynd: Lionsklúbbur Hveragerðis.

Þessum spurningum og öðrum sem komu upp svaraði Páll fyrir í þessu gildandi erindi, en hann fór um víðan völl og fræddi fundargesti um söguna en líka um líkur á eldsumbrotum á svæðinu.

Á fundinn var boðið meðal annarra, Bæjarstjórn Hveragerðis, Björgunarsveitinni í Hveragerði, Slökkviliðinu á Suðurlandi og öðrum þeim sem málið varðaði og var mæting góð eða milli 40-50 manns.

Nýjar fréttir