1.7 C
Selfoss

Versluninni Borg lokað

Vinsælast

„Jæja góðir hlutir gerast hratt og þeir sem eru síðri oft mun hraðar. Nú er staðan sú að í dag er síðasti dagurinn sem verslunin er opin. Við ætluðum að hafa opið á meðan eitthvað væri til og í lok dags verður það ekki neitt. Við kveðjum með tak fyrir brjóstinu og klökkva,“ sagði í færslu sem þau Björg, Doddi, Sigurjón og Sigga í Versluninni Borg í Grímsnesi sendu frá sér sl. föstudag, síðasta opnunardaginn.

Þau hafa rekið verslunina undanfarin rúm 4 ár og segjast á þeim tíma hafa kynnst mikið af frábæru fólki sem þau komi til með að sakna sárt og kveðji með hjartað fullt af kærleik, sem þau hafi sannarlega upplifað þar á bæ.

Nýjar fréttir