0 C
Selfoss

Ný stjórn og stjórnarskiptaball

Vinsælast

Kæru sunnlendingar,

Það er margt skemmtilegt búið að vera í gangi við Menntaskólann að Laugarvatni. Ný stjórn nemendafélagsins Mímis var nýlega kjörin. Í mánuðinum fór fram áróðursvika, þar sem nemendur fá kost á að bjóða sig fram og kjósa í nýja stjórn. Það ríkti mikil spenna þegar úrslitin á stjórnarskiptunum fóru fram. Við viljum þakka fyrrverandi stjórn fyrir stórfenglega vel unnin störf og fyrir að halda félagslífinu í okkar ástkæra skóla gangandi.

Seinna í vikunni var haldið upp á stjórnarskiptin með balli þar sem allir skemmtu sér konunglega. Á ballinu spilaði hljómsveitin Made in Sveitin og tónlistarmennirnir þeir Stefán Hilmarsson og Daniil stigu á svið og skemmtu liðinu. Þetta var svo sannarlega eftirminnileg vika og ballinu verður seint gleymt.

Nýkjörna stjórn Mímis skipa Kolfinna Sjöfn Ómarsdóttir stallari, Eydís Lilja Einarsdóttir varastallari, Emma Ýr Friðriksdóttir gjaldkeri, Ingunn Lilja Arnórsdóttir og Rakel Día Arnarsdóttir, Jafnréttis- og skólaráðsfulltrúar, Ásdís Helga Magnúsdóttir og Tómas Már Rossel Indriðason, Íþróttaformenn, Guðjón Árnason og Jakob Máni Ásgeirsson skemmtinefndarformenn, Díana Dan Jónsdóttir og Stefanía Maren Jóhannsdóttir árshátíðarformenn, Kjartan Brynjólfsson tómstundaformaður, Sæbjörg Erla Gunnarsdóttir ritnefndarformaður og Íris Dröfn Rafnsdóttir, vef- og markaðsformaður.

Umsjón: Sæbjörg Erla Gunnarsdóttir og Íris Dröfn Rafnsdóttir

Nemendur skemmtu sér vel á stjórnarskiptaballi.

Nýjar fréttir