-3.9 C
Selfoss

40 keppendur á bocciamóti HSK

Vinsælast

Héraðsmót í boccia fatlaðra var haldið í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi þann 17. febrúar sl.

Keppendur voru 40 talsins og var fyrirkomulagið tvenndarkeppni. Keppendur komu frá Íþróttafélögunum Gný og Suðra og ríkti mikil leikgleði á mótinu ásamt hörkukeppni á milli liða. Í hádeginu var tekið hlé og þátttakendur gæddu sér á pizzum og drykkjum í boði Dominos og MS.

Í 1. sæti voru Sveinn Gíslason og Valdís Hrönn Jónsdóttir, í 2. sæti voru Kristján Jón Gíslason og Thelma Þöll Þorbjörnsdóttir og í 3. sæti voru John William Boyd og Sigríður K. Boyd.

Nýjar fréttir