3.9 C
Selfoss

Tónleikar í Stokkseyrarkirkju á föstudag

Vinsælast

Föstudaginn 23. febrúar kl. 20:00 koma Sólveig Thoroddsen hörpuleikari og söngkona og Sergio Coto Blanco lútuleikari fram í Stokkseyrarkirkju og leika tónlist sem hljómar sjaldan hérlendis.

Á efnisskránni er ensk tónlist frá tímum Shakespeares og Elísabetar I Englandsdrottningar leikin á hljóðfæri frá þeim tíma. Glaðlegir dansar hljóma í bland við tregafulla tóna, jafnt sönglög sem hljóðfæratónlist.

Eftir tónleikana verður diskur með verkum úr efnisskránni til sölu. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis en frjáls framlög eru vel þegin.

Nýjar fréttir