-3.9 C
Selfoss

Bergþóra Kristín nýr framkvæmdastjóri Fimleikadeildar Selfoss

Vinsælast

Fimleikadeild Selfoss hefur ráðið Bergþóru Kristínu Ingvarsdóttur í starf framkvæmdarstjóra. Bergþóra er ekki ný í deildinni þar sem hún er sjálf alin upp í fimleikasal Selfoss og hefur verið þar bæði sem iðkandi til fjölmargra ára og þjálfari, ásamt því sem hún starfaði sem framkvæmdastjóri hjá deildinni á árunum 2018 – 2020.

Bergþóra er sálfræðingur að mennt og kemur sú sérþekking til með að nýtast henni í starfi á ýmsa vegu en Bergþóra er einnig reynslumikil í fimleikastarfi og sat meðal annars í tækninefnd hópfimleika hjá Fimleikasambandi Íslands á árunum 2015-2022. Hún hefur að auki sinnt margvíslegum störfum fyrir Fimleikasamband Íslands á síðastliðnum árum, meðal annars við gerð fræðsluefnis, við kennslu dómaranámskeiða, í greiningarteymi fyrir landsliðin í hópfimleikum og við rannsóknir. Þá er Bergþóra alþjóðlegur dómari í hópfimleikum.

Nýjar fréttir