0 C
Selfoss

Hár upplyfting í skammdeginu

Vinsælast

Nemendur í Hársnyrtiiðn í FSu undir stjórn mentorsins Elínbjargar Örnu Árnadóttur bjóða með reglubundnum hætti starfsfólki og nemendum skólans í hársnyrtingu, hárþvott og höfuðnudd. Óhætt er að segja að þetta lífgi upp á daglegt starf margra og auki fegurð þeirra. Nú var boðið upp á þessa þjónustu – sem jafnframt er kennsla – föstudaginn 9. febrúar.Nám í hársnyrti iðn hófst við skólann fyrir nokkrum árum og er aðsókn mikil.

Nemendur geta lokið fyrstu tveimur námsárunum í FSu sem kallast grunnnám eða eins og segir á heimasíðu skólans „fyrstu fjórum önnum heildarnáms til hársnyrtis eða 90 einingum.” Heildarnámið er hins vegar 220 einingar og lýkur á 3. hæfnisþrepi sem hægt er að ljúka í Tækniskólanum eða VMA. Að lokinni starfsþjálfun þreyta nemendur sveinspróf sem veitir réttindi til að starfa í iðngreininni og síðar inngöngu í nám til iðnmeistara í hársnyrtiiðn.

Fréttritari FSu fékk Wojtek til að þvo, nudda og snyrta sextugan haus og gerði hann það einstaklega vel. Mikið spjallað um námið og lífið á Íslandi og í Póllandi en Wojtek kemur til Íslands aðeins eins árs gamall. Áttum sameiginlegan rauða hárlitinn sem er algerlega horfinn hjá mér. Strákar sækja líka í sig veðrið í þessu námi og eru orðnir jafnmargir stúlkunum. Kærar þakkir fyrir mig 🙂

jöz.

Nýjar fréttir