5.6 C
Selfoss

Föstumessur í Mosfellskirkju í Grímnesi

Vinsælast

Föstumessa verður í Mosfellskirkju á morgun, miðvikudaginn 14. febrúar kl. 20.00 og síðan hvert miðvikudagskvöld föstunnar á sama tíma. Fastan hefst með öskudegi. Þetta er tími sjálfsprófunar, tími íhugunar og bænar og til að þroska trúarlífið. Í föstumessum eru passíusálmar Hallgríms Péturssonar sungnir. Organisti er Jón Bjarnason. Prestsþjónusta í ýmist á höndum sr. Axels Á Njarðvík sóknarprests og sr. Kristjáns Björnssonar vígslubiskups.

Píslarsaga guðspjallanna lesin og prestur flytur hugleiðingu. Loks sameinast kirkjufólkið í bæn fyrir þjáðum nær og fjær.

Þessar kyrrlátu kvöldstundir andaktar og bænagjörðar í Mosfellskirkju á föstunni, hafa undanfarin ár reynst mörgum dýrmætar, bæði það að hugleiða píslarsöguna í ljósi passíusálma Hallgríms og lífið sitt í ljósi sálmanna hans og frásagnar guðspjallanna, sem og það að kyrra hugann í bæn fyrir sér og öðrum. Fyrirbænaefnum má koma til sóknarprestsins, sr. Axels Á Njarðvík.

Nýjar fréttir