3.9 C
Selfoss

Túnfisklasagne

Vinsælast

Anna Ingadóttir er sunnlenski matgæðingur vikunnar að þessu sinni.

Takk Hrafnhildur mín, við höfum lengi haft matarást á hvor annarri.

Þar sem ég er mikill ástríðukokkur og helstu bækur sem ég les og glugga í eru matreiðslubækur þá á ég samt sem áður erfitt með ákveða hvaða uppskrift ég gef upp hér, því ég elda sjaldnast eftir uppskriftum. Þó er ein uppskrift mjög vinsæl í stórfjölskyldunni þótt hún hafi ekki hljómað vel þegar ég bauð upp á hana í fyrsta skipti. Ég er mikill dassari en núna ég reyni gefa upp sirka magn. Ég mæli hinsvegar með smá dassi og ástríðu í allri matargerð.

Túnfisklasagne

Lasagneplötur
Hvít sósa
2,5-3 dl matreiðslurjómi/rjómi
100 gr. rifinn ostur
Sósujafnari eða smá hveitijafningur
Salt
Pipar
Rifinn parmesanostur

Rjóminn hitaður og osturinn bræddur við vægan hita. Sósujafnarinn/hveitijafningurinn notaður til þykkja sósuna ef þarf, kryddað með salti og pipar og parmesanostinum bættvið.

Fylling

1 box sveppir
Smjörklípa
Smá sítrónusafi
2 dósir túnfiskur í olíu
2-3 tómatar
Rifinn parmesanostur
Rifinn ostur

Sveppirnir sneiddir og steiktir upp úr smjöri, smá sítrónusafa dreypt yfir. Tómatarnir skornir í sneiðar.

Svo er bara setja lag á lag í fat sem er hentugt fyrir lasagne.

Setjið 1/3 af hvítu sósunni á botninn á lasagne fati. Sáldrið parmesanosti yfir, þekið með lasagneplötum. Setjið sósu þar yfir, síðan er sveppunum dreift yfir og annað lag aflasagneplötum. Næst er setja allan túnfiskinn yfir og örlítið af olíunni. Piprað. Svo er þriðja laginu af lasagneplötum lagðar yfir, afgangnum af sósunni hellt yfir og tómötum raðaðofan á. Loks er rifnum osti stráð yfir.

Bakist í 200 gráðum heitum ofni í ca 20-30 mínútur.

Þægilegra er hafa þetta svona uppsett þá gengur þetta hraðar:

1. 1/3 sósa
2. Parmesanostur
3. Lasagneplötur
4. 1/3 sósa
5. Sveppir
6. Lasagneplötur
7. Túnfiskur í olíu og pipar
8. Lasagneplötur
9. 1/3 sósa
10. Tómatar
11. Rifinn ostur

Ég ber alltaf fram einfalt salat með þessu, sker niður rauðlauk og  tómata í, blanda saman, skvetti góðri ólífuolíu yfir og smá salt og pipar.

Einnig er gott bjóða upp á gott hvítlauksbrauð.

Ég ætla skora á Unni systir deila góðri uppskrift með okkur næst, það er alltaf hægt stóla á góðan mömmumat hjá henni.

Nýjar fréttir