5.6 C
Selfoss

Hrunamenn bregðast við aukinni umferð um hreppinn

Vinsælast

Fjórar öflugar hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla (allt að 160kW) verða settar upp á vormánuðum í miðbæ Flúða eftir að sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti samning þar um, í síðustu viku, við fyrirtækið Instavolt Iceland ehf. Með uppsetningu stöðvanna er brugðist við þeirri aukningu á umferð sem orðið hefur á undanförnum árum í gegnum Flúðir og þeirri þörf sem bæði heimamenn sem og ferðamenn hafa fyrir þjónustu sem þessa.

Að sögn sveitarstjóra, Aldísar Hafsteinsdóttur,  hefur umferð aukist mjög í gegnum sveitarfélagið, með bættum vegi frá Gullfossi yfir Brúarhlöð og í gegnum Flúðir og ljóst að með frekari uppbyggingu bæði á Flúðum og í nágrenninu, til dæmis í Þjórsárdal, mun umferð enn aukast. Hrunamenn telja því að með mikilli fjölgun rafbíla sé nauðsynlegt að bregðast við með fjölgun hleðslustöðva og þá sérstaklega á vinsælum viðkomustöðum eins og Flúðum.

Hrunamannahreppur

Nýjar fréttir