6.1 C
Selfoss

Suðvestan hríð og lokanir á vegum líklegar í dag

Vinsælast

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs fyrir Suður- og Suðausturland í dag sem tekur gildi um hádegisbil og stendur til miðnættis.

Búist er við suðvestan hríð 15-23 m/s og dimmum éljum. Á Suðausturlandi er gert ráð fyrir talsverðri eða mikilli snjókonu eða éljagangi með skafrenningi. Á Suðurlandi er búist við éljagangi með skafrenningi. Á báðum svæðum má búast við takmörkuðu eða lélegu skyggni, afmörkuðum samgöngutruflunum og þykir líklegt að vegir komi til með að loka.

Samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings verður frost 0 til 6 stig í kvöld, dregur úr vindi og éljum er líður á morgundaginn og seint annað kvöld og aðfaranótt sunnudags snýst í norðaustanátt og styttir þá að mestu upp sunnan heiða.

Nýjar fréttir