-3.9 C
Selfoss

Stormur í aðsigi

Vinsælast

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suður- og Suðausturland í dag vegna vestan hvassviðris eða storms með dimmum éljum og skafrenning með lélegu skyggni.

Nokkrir skólar á svæðinu hafa ákveðið að senda nemendur fyrr heim í dag sökum spárinnar og skólabílar fara fyrr, en búist er við erfiðum akstursskylirðum og varað við að færð geti spillst.

Viðvörunin er í gildi frá 12:30-18:30 á Suðurlandi og 15:30-19:00 á Suðausturlandi.

Nýjar fréttir