6.1 C
Selfoss

Snarræði snjómokarans kom sjúkrabílnum á staðinn

Vinsælast

Á mánudagsmorgun barst Hjálparsveitinni Tinrton í Grímsnesi útkall vegna veikinda einstaklings í bústað á svæðinu en ófært var að húsinu fyrir sjúkrabíl.
Félagi sveitarinnar sem býr í nálægð við staðsetningu vettvangsins hélt á staðinn á snjómoksturtæki og ruddi leið inn að húsinu fyrir sjúkrabílinn þar sem það var talin fljótlegri aðferð en að sækja björgunarsveitabíl og ferja sjúkraflutningafólk á staðinn.
Það reyndist rétt ákvörðun þar sem moksturstækið var mætt á staðinn áður en sjúkrabíllinn kom og því hægt að hefjast handa strax við komu hans.

Nýjar fréttir