6.7 C
Selfoss

Grímsvatnahlaupi að ljúka

Vinsælast

Frá því að Grímsvatnahlaup náði hámarki í síðustu viku hefur vatnshæð farið lækkandi og er orðin svipuð og hún var fyrir hlaup. Hlaupórói sem mældist á jarðskjálftamæli á Grímsfjalli hefur sömuleiðis lækkað og er kominn í eðlilegt horf. Þegar þetta er ritað hefur 21 jarðskjálfti mælst í Grímsvötnum síðan í síðustu viku, þar af tveir yfir tveimur að stærð.

Líkur á eldgosi í kjölfar þrýstiléttis eftir að vatn flæddi úr Grímsvötnum töldust auknar og var fluglitakóði fyrir eldstöðina færður upp á gult, en þar sem að jökulhlaupinu er lokið hefur kóðinn verið færður aftur niður á grænt.

Nýjar fréttir