1.7 C
Selfoss

Mömmubollur með spaghetti og hvítlauksbrauði

Vinsælast

Málfríður Erna Samúelsdóttir er matgæðingur vikunnar að þessu sinni.

Ég vil byrja á því að þakka Jóhönnu fyrir að velja mig sem matgæðing vikunnar. Man vel eftir þeim kökum sem við bjuggum til í sveitinni í gamla daga en uppskriftin sem ég er með hér að neðan er æt, engar áhyggjur.

Það getur verið erfitt að finna mat sem allir á heimilinu hoppa húrra yfir en þessi uppskrift hér að neðan er ein af þeim. Ég kýs að kalla hana mömmubollur.

Mömmubollur

 • Hakk (ca 500 gr)
 • Ritz kex eða tuc kex
 • Eitt egg
 • Rifinn ostur
 • Salt og pipar
 • Bolognese sósa með hvítlauk og tómat
 • Spaghetti

Þetta er ekki í neinum sérstökum hlutföllum heldur meira verið að dassa og nota það kex sem er til, hef líka notað brauðmylsnu . Setjið hakkið í skál. Myljið kexið og bætið útí ásamt einu eggi rifnum osti, salt og pipar.  Hnoðið þessu saman með höndunum og mótið bollur. Ég hef reynt að hafa þær 12. Setjið þær svo í eldfast mót. Yfir bollurnar er síðan sett Bolognese sósan með hvítlauk og tómat. Ég nota tvær krukkur af sósunni, hún er svo góð. Þetta er svo sett inn í 180°c heitan ofn í ca 40 mínútur, fer eftir tærðinni á bollunum.

Með bollunum er nauðsynlegt að vera með spaghetti. Sjóðið magn eftir þörfum og farið eftir leiðbeiningum á pakka.

Svo er eitt. Það eru margir sem eiga orðið pizzaofn. Langar að deila með ykkur einu hvítlauksbrauði sem er í miklu uppáhaldi á heimilu.

Hvítlauksbrauð

 • Pizzabotn
 • Pizzaostur
 • Piparostur
 • Hvítlauksolía
 • Flögusalt

Pizzaofn gerður funheitur. Pizzadeigið flatt út og pizzaosti og piparosti dreift yfir. Pizzunni skellt inn í ofninn. Þegar hún er fullbökuð er hún tekin út. Þá er hvítlauksolíu pennslað yfir og flögusalti stráð ofáná. Njótið.

Langar að lokum að skora á hana mágkonu mína Birnu Aðalheiði Árdal Birgisdóttur  að vera matgæðingur næstu viku. Hún er alltaf að útbúa eitthvað í eldhúsinu, hvort sem það er frá grunni eða fljótlegt og gott.

Nýjar fréttir