-2.8 C
Selfoss

Flest útköll á Suðurlandi

Vinsælast

Flugdeild Landhelgisgæslunnar annaðist metfjölda útkalla árið 2023. Alls var flugdeildin kölluð 314 sinnum út í fyrra, bæði á þyrlum og flugvél sem er fimmtán útköllum meira en árið 2022.

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út 303 sinnum og áhöfnin á TF-SIF í 11 skipti. 115 útköll voru á fyrsta forgangi, 136 á öðrum forgangi, 51 útkall var á þriðja og 12 á fjórða.

Rúmlega helmingur allra útkalla flugdeildar Landhelgisgæslunnar í fyrra voru vegna sjúkraflutninga á landi eða á sjó eða 161 útkall.

Fjöldi sjúklinga var samtals 183. Flest útköllin voru á Suðurlandi en þónokkur fjöldi var einnig á Suðurnesjum vegna jarðhræringa á Reykjanesi.

HSU

Nýjar fréttir