10 C
Selfoss

Almannaheill útnefna Svanhildi sjálfboðaliða ársins

Vinsælast

Almannaheill, samtök þriðja geirans, völdu Selfyssinginn Svanhildi Ólafsdóttur sem sjálfboðaliða ársins 2023 á aþjóðlegum degi sjálfboðaliðans í desember sl.

Svanhildur hefur sem formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu, eflt starfsemi félagsins sem stendur nú í miklum blóma og styður við fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra, en Svanhildur hefur gegnt formennsku félagsins frá árinu 2017.

Svanhildur er ein af máttarstólpum á bakvið fjölskylduviðburðinn „Styrkleika Krabbameinsfélagsins,“ sem haldnir hafa verið á Selfossi síðastliðin tvö ár. Í tilkynningu frá Almannaheillum segir að Svanhildur búi yfir mikilli reynslu og þekkingu sem hún deili fúslega með öðrum og sé meðvituð um að árangur í félagsstarfi byggist á samvinnu og trausti.

Þá segir að valið á sjálfboðaliða ársins sé liður í að þakka þeim fjölmörgu sem leggja til tíma og orku í starfsemi félagasamtaka á ári hverju, Svanhildur sé góð fyrirmynd og öflugur fulltrúi úr þeirra hópi.

Nýjar fréttir