9.5 C
Selfoss

Ég bara elska jólin

Vinsælast

Nemendur í íslensku á 1. þrepi í FSu fengu það verkefni í byrjun aðventu að semja og skrifa jólasögur. Á hverjum degi fram að jólum birtum við sýnishorn af sögum nemenda sem kennari þeirra Jón Özur Snorrason hefur yddað og ritstýrt og samið við fyrirsagnir. Viðfangsefnin eru af ýmsu tagi en ljóst er að jólahaldið og hátíðin, hefðir og pakkar og innihald jólanna skiptir ungt og upprennandi fólk ennþá miklu máli. Njótið lestursins og gleðilega komandi hátíð.

Stekkjastaur var ekki eins og aðrir jólasveinar. Hann var góður í því að stela mjólkurflöskum og elta kindur. En Stekkjastaur langaði svo að vera góður og hlýr jólasveinn. Honum fannst börnin ekki fá nóg af ást og umhyggju. Stekkjastaur vaknaði snemma á jóladag og bauð börnunum upp á sérstakan jólamorgunmat og skreytti húsið þeirra með snjó, ljósi og steinum sem glitraðu eins og stjörnur. Börnin sáu hversu góðhjartaður Stekkjastaur var. Hann lék með þeim, söng með þeim jólalög og hlustaði á jólasögur. Hann kenndi þeim að gleðjast yfir einföldum hlutum eins og snjóflögum og flottum trjám. Þegar foreldrar barnanna komu þreytt heim úr vinnunni fundu þau skreytt hús og glöð börn. „Stekkjastaur hefur bjargað jólunum” hrópuðu þau. Börnin sem áður voru hrædd við jólasveinninn sáu núna hversu góður Stekkjastaur var og elskuðu hann. Um kvöldið þegar börnin fóru að sofa lagði Stekkjastaur af stað heim til sín með bros á vör sem birti himininn. Þegar hann kom til hinna jólasveinanna spurðu þeir með undrunarsvip: „Af hverju ert þú svona glaður?“ „Ég bara elska jólin“ svaraði Stekkjastaur.

Ágúst Örn Jónsson

Nýjar fréttir