-3.9 C
Selfoss

Ungmennaráðin tóku þátt í Norrænu ungmennaráðstefnunni

Vinsælast

Ungmennaráð Hrunamannahrepps og Ungmennaráð Skeiða- og Gnúpverjahrepps tóku þátt í Norrænu ungmennaráðstefnunni sem fram fór í Hörpu dagana 24. og 25. nóvember sl.

Ráðstefnan er hluti af verkefninu Nordic youth month, sem er formennskuverkefni Íslands í Norrænu ráðherranefndinni í ár og fer Samfés (Landssamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi) með verkefnastjórn í því verkefni.

Leiðtogafundur ungs fólks er öflugur samráðs- og samtalsvettvangur barna og ungmenna um málefni er varða þau sjálf. Meginmarkmið fundarins var að gefa börnum og ungmennum tækifæri til þess að hittast, ræða saman og mynda aðgerðir í þeirra málefnum sem afhentar verða Norrænu ráðherranefndinni ásamt ráðamönnum í hverju landi fyrir sig.

Við megum svo sannarlega vera stolt af öflugum talsmönnum ungmenna úr sveitarfélögunum okkar. Sterk rödd ungmenna í málefnum er varðar þau sjálf skiptir mjög miklu máli. Sérstaklega ef markmiðið er að gæta hagsmuna barna og ungmenna til framtíðar. Því skiptir öllu máli að börn og ungmenni hafi tök á því að tjá skoðanir sínar á öllum stigum ákvörðunartöku um málefni barna og ungmenna.

Gerum gott starf í þágu barna og ungmenna enn betra!

Fyrir hönd ungmennaráðs Hrunamannahrepps,

Þórarinn Guðni Helgason,
starfsmaður ráðsins

Nýjar fréttir