-3.9 C
Selfoss

Þessi tveir og hinir þrír stíga á stokk

Vinsælast

Á öðrum tónleikum í jólatónleikaröð Hljómlistafélags Ölfuss verður tvöföld ánægja þar sem tvær hljómsveitir stíga á stokk á Heima bístró í Þorlákshöfn þann 9. Desember klukkan 20, Þessir tveir og Hinir þrír.

Hinir þrír ríða á vaðið og ætla að flytja jólalög. Þorsteinn Lýðsson syngur, Hermundur Grétar Heiðarsson spilar á gítar og Rúnar Ingi Guðjónsson leikur á bassa.

Eftir hlé stíga Þessir tveir á svið með alvöru sing-along dansiball þar sem þeir ætla að gefa ykkur frí frá jólalögum og spila sígild íslensk sveitaballalög og erlend dægurlög í skemmtilegum flutningi. Allt sem þú vonar að sé spilað á balli heyrir þú hjá Þessum tveim, sama hvort þú viljir sitja og syngja með eða hoppa á dansgólfið og sletta úr klaufunum. Þessir tveir eru Óttar Ingólfsson sem syngur og spilar á gítar og trommarinn Sigfús Ómar Höskuldsson.

Miðasala fram á tix.is

Nýjar fréttir