-6.1 C
Selfoss

Byggðaþróunarfulltrúi tekinn til starfa í Uppsveitum

Vinsælast

Lína Björg Tryggvadóttir er nýráðinn byggðaþróunarfulltrúi sveitarfélaganna fjögurra hér í Uppsveitunum. Hefur hún aðsetur í Aratungu í Reykholti.

Lína veitir ráðgjöf og handleiðslu á sviði atvinnu- og byggðaþróunar, vinnur að upplýsingaöflun og miðlun upplýsinga og að svæðisbundnum verkefnum á sviði byggðaþróunar og atvinnuuppbyggingar. Auk þess kemur hún að ferðatengdum málum og málum tengdum fjölmenningu. Byggðaþróunarfulltrúi sinnir einnig verkefnum í samráði við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og veitir hún því öllum sem til hennar leita upplýsingar um mögulega styrki úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands ásamt því að hún hefur góða þekkingu á styrkumsóknum og styrkjum sem í boði eru á hverjum tíma.

Nýjar fréttir