9.5 C
Selfoss

Æskulýðsbikarinn til Hestamannafélagsins Jökuls

Vinsælast

Hestamannafélagið Jökull hlaut á dögunum Æskulýðsbikar Landssambands hestamanna en bikarinn er æðsta viðurkenning sem æskulýðsstarfi hestamannafélaga er veitt á Íslandi. Er þetta glæsilegur árangur sem má þakka fjölbreyttu og öflugu starfi sem stjórn Æskulýðsnefndar félagsins hefur haldið afskaplega vel utan um. Á myndinni má sjá hluta af þeim börnum sem tekið hafa þátt í starfinu undanfarið með bikarinn góða. Er Hestamannafélaginu Jökli og öllum þeim sem tekið hafa þátt í metnaðarfullu æskulýðsstarfi félagsins óskað innilega til hamingju með verðskuldaða viðurkenningu.

Hrunamannahreppur

Nýjar fréttir