9.5 C
Selfoss

Frábær fimleikahelgi að baki á Selfossi

Vinsælast

Helgina 25.- 26. nóvember sl. fór fram haustmót 2 í hópfimleikum og stökkfimi eldri. Mótið var haldið í íþróttahúsi Vallaskóla og sendi Selfoss fimm lið til keppni í hópfimleikum. Mótið fór vel fram og var gaman að taka á móti öllum þessum flottu keppendum sem komu víða að um landið.

Á fyrri keppnisdegi kepptu 2. fl mix og 1. fl. stúlkna og stóðu sig með pýíði. Á seinni keppnisdegi áttum við tvö lið í 3 fl. og svo keppti meistaraflokkur Selfoss í síðasta hluta mótsins með glæsilegar æfingar.

Á mótinu var ekki keppt til verðlauna heldur eru úrslit notuð til þess að raða í deildir fyrir komandi keppnisvetur. Í stúkunni var mikil stemning og frábært hvað margir lögðu leið sína að horfa á okkar flotta fimleikafólk sem á framtíðina fyrir sér.

Meðfylgjandi myndir eru af 3. flokki, 2. flokki mix, meistaraflokki og 1. flokki.

Fimleikadeild Selfoss

Nýjar fréttir