14.5 C
Selfoss

Alvarleg líkamsárás á Litla-Hrauni

Vinsælast

Skömmu fyrir klukkan 14:00 í dag barst lögreglunni á Suðurlandi tilkynning um að fangi í Fangelsinu Litla-Hrauni hafi orðið fyrir alvarlegri líkamsárás af hálfu annars fanga.

Samkvæmt heimildum Vísis var eggvopni beitt og við árásina og er sá sem varð fyrir henni þungt haldinn.

Samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi fóru lögregla og sjúkraflutningamenn á vettvang og var sá er fyrir árásinni varð fluttur með sjúkrabifreið á sjúkrastofnun til aðhlynningar. Þá segir að rannsókn málsins sé á frumstigi og að frekari upplýsingar um málið verði ekki veittar að sinni.

Nýjar fréttir