11.7 C
Selfoss

Gerum Árnessýslu glæsta á ný

Vinsælast

Upplestur á Brimrót

Laugardaginn 18. nóvember líta höfundarnir Einar Már Guðmundsson og Ófeigur Sigurðsson við á Brimrót á efri hæð Gimlis, Hafnargötu 1 á Stokkseyri. Upplesturinn hefst kl. 14 og líka verður lesið upp úr bók Margaret Willson Woman, Captain, Rebel. Bók hennar kom út hjá Penguin í ár og fjallar um Þuríði formann.

Skáldsögur þessara þriggja höfunda eiga það þá sameiginlegt að gerast allar í Árnessýslu og er sögusviðið snemma á 19. öld. Einstaklega áhugaverður tíma í sögu lands og þjóðar og eftir upplesturinn gefst kostur á að ræða við höfundanna um bækurnar og gerð þeirra. Allar bækurnar verða líka til sölu á Brimrót.

Nýjar fréttir