5.6 C
Selfoss

Æfingabúðir Judofélags Suðurlands á Eyrarbakka

Vinsælast

Judofélag Suðurlands stóð fyrir æfingabúðum 27. og 28. október í íþróttahúsinu á Eyrarbakka.  Um 30 manns frá þremur íslenskum félögum: JS, Tindastóli og JR tóku þátt, auk fimm gesta frá Bretlandi sem dvalið hafa við æfingar hjá JS síðastliðna viku.

Vel var við hæfi að síðari dagur æfingabúðanna bar upp á alþjóðlega judodaginn World Judo Day, sem haldinn hefur verið undanfarin ár á fæðingardegi stofnanda judoíþróttarinnar Jigoro Kano. Meðfylgjandi mynd er tekin í lok laugardagsæfingarinnar þar sem þátttakendur stilltu sér upp með viðurkenningarskjöl frá Judofélagi Suðurlands.

Á Eyrarbakka er frábær aðstaða fyrir æfingar.  Þjálfarar voru George Buntakis og Zaza Simonishvili.

Meðal bresku gestanna voru þjálfarinn Martin Rance 5. Dan og Judie Caller 3. Dan margfaldur verðlaunahafi á stórmótum í Bretalandi og Evrópu.

Nýjar fréttir