8.9 C
Selfoss

Lovísa þriðja best í Nemakeppni Kornax

Vinsælast

Eftir jafna og spennandi keppni landaði selfyssingurinn Lovísa Þórey Björgvinsdóttir 3. sæti í hinni árlegu Nemakeppni Kornax sem haldin var föstudaginn 13. október sl.

Kornax stóð fyrir keppninni í samvinnu við bakaradeild Hótel- og matvælaskólans í MK, Landssamband bakarameistara og Klúbb bakarameistara. Þátttaka í keppni af þessu tagi er einstakt tækifæri til að auka við faglega færni og öðlast dýrmæta reynslu sem mun nýtast mjög vel í verkefnum eins og verklegu lokaprófi og sveinsprófi. Vínarbrauð, stór brauð, smábrauð, blautdeig og skrautdeig var meðal þess sem keppt var í.

Í frétt frá Líflandi segir að afurðir keppenda hafi verið glæsilegar og bakarastéttinni til mikils sóma og að þeir bakarameistarar sem hafi átt nema í keppninni geti verið stoltir af fulltrúum sínum.

Nýjar fréttir