3.4 C
Selfoss

Gott að eldast í Árborg og Hveragerðisbæ

Vinsælast

Í sumar auglýsti félags – og vinnumarkaðsráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið eftir samstarfi sveitarfélaga og heilbrigðisstofnana

Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Hveragerðisbær og Sveitarfélagið Árborg eru í hópi sex heilbrigðisstofnana og 22 sveitarfélaga sem fá að taka þátt í þróunarverkefni með það að markmiði að samþætta félagslega heimaþjónustu og heimahjúkrun fyrir eldra fólk í heimahúsum.

Verkefnið er hluti af aðgerðaráætluninni Gott að eldast en með henni taka stjórnvöld utan um þjónustu við eldra fólk með nýjum hætti. Markmið þróunarverkefnanna er að finna góðar lausnir á samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk og flétta vandlega saman þá þætti sem ríkið sér annars vegar um og hins vegar sveitarfélögin.

Nýjar fréttir