0 C
Selfoss

Fjórir fræknir organistar safna fyrir flygli í Skálholtskirkju

Vinsælast

Miðvikudagskvöldið 25. október kl. 20:00 bjóða organistarnir Arnór Vilbergsson, Jón Bjarnason, Sveinn Arnar Sæmundsson og Viðar Guðmundsson uppá tónleika í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði.

Venjan hefur verið að þessir stórskemmtilegu viðburðir Nistanna séu gjaldfrjálsir en nú er verið að safna fyrir gæða Steinway flygli í Skálholtsdómkirkju og rennur aðgangseyriririnn beint í þau kaup. Fyrir fjársterka aðila og fyrirtæki er velkomið að gefa frjáls framlög til þessa verðuga verkefnis sem mun efla menningarlíf sunnlendinga sem og annarra íslendinga til muna.

Nistarnir gefa tónleikagestum innsýn í töfraveröld orgels og flytja óhefðbundna orgeltónlist við dægurlög og kvikmyndatónlist. Þá taka þeir upp fleiri hljóðfæri eftir sem líður á tónleikana. Nistarnir eru líka syngjandi organistar og stíga því á stokk og taka saman nokkur lög. Sérstakur heiðursgestur á tónleikunum er Jón Þorsteinn Reynisson harmonikkusnillingur.

Tónleikarnir eru fyrir alla aldurshópa, mjög fjölbreyttir og er mjög líklegt að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Miðasala fer fram við innganginn og á Tix.is.

Nýjar fréttir