7.3 C
Selfoss

ADHD í Hveragerði

Vinsælast

Norma E. Samúelsdóttir ADHD býður upp á myndlistasýningu ásamt kynningu á tveimur myndabókum með myndum sínum í Bókasafninu í Hveragerði í októbermánuði.

Norma fæddist í Glasgow í skotlandi árið 1945, ólst upp í Reykjavík og flutti til Hveragerðis árið 2000. Hún hefur, að eigin sögn, verið að krota allt sitt líf og á því nóg af myndefni til að setja upp á sýningunni. Norma var greind með ADHD þegar hún var að verða sextug.

„Myndlistasýningin er ef til vill nokkuð góð kynning á ADHD, en margir með þá heilastarfsemi eru oft í listumeða fara sínar leiðir, til dæmis leikarar, blaðamenn, myndlistamenn og rithöfundar, því þau geta ekki annað!“ Segir Norma í samtali við DFS.is.

Í rúmlega 10 ár hefur Hveragerðisdeild Myndlistafélags Árnessýslu haft aðsetur í stórmerku húsi sem hét Egilsstaðir. „Það var rifið fyrir 2-3 mánuðum til að bæta rými fyrir barnaskóla staðarins. Egilsstaðir hýstu keramiklistafólk, vinnustofu Mýrmanns, 8-10 myndlistafélaga og var með aðstöðu fyrir tónlistaræfingar. Hússins er sárlega saknað því nú höfum við enga aðstöðu til að vinna saman og mér þykir svolítið skondið að við höfum ekki fengið nýja aðstöðu, því bæjarfélagið telur sig Listamannabæ,“ bætir Norma við.

Bókasafnið í Hveragerði er opið virka daga frá 13-18:30 og laugardaga frá 11-14 og stendur sýningin, sem fyrr segir, út októbermánuð.

Nýjar fréttir