1.7 C
Selfoss

Opin söngstund í Selfosskirkju

Vinsælast

Sunnudaginn 8. október kl. 18:00, verður opin söngstund í Selfosskirkju með kór kirkjunnar. Sérstakur gestur verður Björgvin Þ. Valdimarsson. Kórinn mun syngja lög eftir Björgvin og hann segir frá sér og lögunum sínum. Þá munu félagar úr Kirkjukór Selfosskirkju syngja einsöng. Að auki verða á dagskránni lög og sálmar sem allir þekkja. Við hvetjum alla til að mæta, taka undir í söngnum og eiga um leið notalega stund í kirkjunni okkar. Stjórnandi Kirkjukórs Selfosskirkju er Edit A. Molnár og undirleikari er Miklós Dalmay.

Nýjar fréttir