7.3 C
Selfoss

Þrír úrvalsdeildarleikir á laugardag

Vinsælast

Þrír leikir fóru fram í Úrvalsdeildum karla og kvenna í blaki á laugardag.
Í úrvalsdeild karla heimsótti ungt og efnilegt lið Völsungs/Eflingar Hamarsmenn í Frystikistuna í Hveragerði.
Völsungur/Efling byrjaði vel og komst í 2-0 en þar með var gestrisni heimamanna uppurin og unnu þeir leikinn örugglega örugglega 3-0 (25-16, 25-13 og 25-17).
Á sama tíma fengu Íslandsmeistarar KA Vestramenn í heimsókn. Þó flestir hafi fyrir leikinn búist við sigri KA þá höfðu Vestra menn aðrar hugmyndir og unnu þeir fyrstu tvær hrinurnar 25-22 og 25-23. Þriðja hrina var jöfn framan af en KA náði yfirhöndinni í lokin og vann hana 25-20. Í fjórðu hrinu höfðu Vestramenn frumkvæðið og virtist sigurinn vera í höfn í stöðunni 18-22. Þá tóku KA menn við sér og jöfnuðu 22-22. Eftir það var jafnt á öllum tölum þar til KA menn kláruðu hrinuna 30-28. Þar með þurfti oddahrinu til að knýja fram sigurvegara. Í oddahrinunni höfðu KA menn frumkvæðið allan tímann og unnu þeir hrinuna 15-12 og leikinn þar með 3-2.
Í úrvalseild kvenna áttust Þróttur/Fjarðarbyggð og Afturelding við fyrir austan. Afturelding vann fyrstu tvær hrinurnar örugglega 25-12 og 25-11. Mótspyrnan var þó meiri í þriðju hrinu en það dugði ekki til og vann Afturelding hrinuna 25-20 og leikinn þar með 3-0.

Nýjar fréttir