11.7 C
Selfoss

Héraðsmót HSK í golfi fatlaðra 2023

Vinsælast

Héraðsmót HSK í golfi fatlaðra var haldið á Svarfhólsvelli, Selfossi 13. september sl. Mótið gekk vel og þegar því var lokið var haldið á Búlluna þar sem keppendur og aðstandendur nutu góðra veitinga.

Þeir sem kepptu á héraðsmótinu höfðu æft golf í sumar hjá Íþróttafélaginu Suðra. Þjálfari þeirra var Alexandra Eir Grétarsdóttir og stjórnaði hún mótinu.

Í kvennaflokki var María Sigurjónsdóttir í fyrsta sæti, Telma Þöll Þorbjörnsdóttir í öðru og Sigríður Erna Kristinsdóttir í því þriðja. Í karlaflokki deildu Eðvald Huginn Hólmarsson og Árni Bárðarson fyrsta sætinu og Bjarni Friðrik Ófeigsson var í því þriðja.

Nýjar fréttir