6.7 C
Selfoss

Nýr geisladiskur með Björgvin Þ. Valdimars

Vinsælast

Nýlega kom út geisladiskur með tónlist eftir Björgvin Þ. Valdimarsson. Diskurinn heitir „Einhvers staðar þú“. Á diskinum eru 15 ný lög við texta eftir ýmsa höfunda en einnig eru nokkrir textar eftir Björgvin, m.a. texti sem heitir Horft til baka en hann fjallar um sveitaballamenninguna fyrir austan fjall hér á árum áður. Söngvarar eru:Sigríður Thorlacius, Sigurður Guðmundsson, Margrét Eir, Páll Rósinkrans, Karitas Harpa, Ari Ólafsson og Marta Kristín Friðriksdóttir. Hljómsveit undir stjórn Karls Olgeirssonar sér um undirleik.

Þetta er þriðji geisladiskurinn sem Björgvin gefur út með eigin tónlist. Sá fyrsti heitir “Undir Dalanna sól” (2005) eftir samnefndu lagi Björgvins og annar geisladiskurinn heitir “Allt sem ég er” (2009). Hægt er að hlusta á diskana á Spotify.

Björgvin er fæddur og uppalinn á Selfossi og stjórnaði m.a. Samkór Selfoss ásamt því að kenna við Tónlistarskóla Árnesinga. Eftir að hann fluttist til Reykjavíkur tók hann m.a. við stjórn Skagfirsku söngsveitarinnar og í dag rekur hann eiginn tónlistarskóla sem heitir Tónskóli Björgvins. Einnig hefur hann samið og gefið út mikið af kennslubókum fyrir píanó og trompet.

Nýjar fréttir