6.1 C
Selfoss

Woman kemur út á morgun

Vinsælast

Nýja lagið Woman, með sunnlenska bandinu Moskvít, kemur út á morgun, föstudaginn 1. september.

„Þetta lag er búið að vera lengi á leiðinni og er ég mjög spenntur að fá að deila því með ykkur. Þetta er seinasta lagið sem Valgarður Uni Arnarsson gítarleikari spilaði með okkur og gerði það snilldarlega,“ segir Sigurjón Óli Arndal Erlingsson sem er höfundur lags og texta.

„Dansinn á milli Jóns Arons Lundberg, píanóleikara og Valla í solo er galdur sem var svo gaman að fá að upplifa. Alexander Örn Ingason kann sko sannarlega að lesa lögin vel og skapar alltaf skemmtilegt andrúmsloft. Hann kemur mér alltaf jafnmikið á óvart með sínum trommuleik. Og ég sem lag og texta… og svona til að klappa sjálfum mér aðeins á bakið.. klikkað bassa groove og frábæran söng,“ bætir Sigurjón hógvær við.

„Ég var kominn með fyrsta vers og línu í brú sem fer svona: „This old coffee table made out off maple with cigarette burns, dragged around it’s surface.“ Fyrir sunnudags steikina hitti ég pabba og talaði við hann um daginn og veginn eftir að hafa sýnt honum það sem komið var í laginu. Umræðurnar smituðust auðvitað af textanum sem kominn var og á sama veg, textinn af umræðunun. Ég fer að tala um hvað lífið breytist með tímanum og sumt virðast eldast með manni og fá annað hlutverk. Pabbi segir við mig „Ég er búinn að vera með mönmu þinni síðan ég var 16 ára… ég get alveg sagt þér það að augun eldast með manni““, segir Sigurjón að lokum.

Nýjar fréttir